Fleiri uppskriftir
Bananakaka með súkkulaðikremi

Aðferð:
í kökunni
Setjið egg í hrærivélarskál og stífþeytið þau. Á meðan þau eru að þeytast eru döðlurnar skornar mjög smátt ásamt banana og bætt út í eggin.
Þá er þurrefnum blandað saman og þeim hellt varlega út í eggin, döðlurnar og bananana.
Setjið smjörpappír í form, annaðhvort brauðform eða smelluform, og bakið við 200 gráður í 35-45 mínútur.
í kreminu
Allt sett í hrærivélarskál og þeytt saman. Þegar kakan er orðin köld er kremið sett á.
Innihald:
í kökuna
2 egg
handfylli döðlur
2 bananar
250 g fínmalað spelt eða hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk lífrænt vanilluduft
1 tsk salt
1/2 bolli mjólk eða vatn
í kremið
1 egg
340 g flórsykur
100 g mjúkt smjör
1/4 tsk salt
3 msk kakó
Súkkulaðikaka með bananakremi

Aðferð:
í köku Ofn hitaður í 180 gráður við blástur. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. Þá er þurrefnunum blandað varlega saman við með sleikju. Tvö smelluform (24 cm) smurð að innan. Deiginu er skipt á milli formanna tveggja og bakað við 180 gráður í ca. 20-25 mínútur eða þar til kantarnir á botnunum eru farnir að losna aðeins frá formunum. Botnarnir eru látnir kólna alveg áður en bananakremið er sett á milli botnanna.
í kremi
Smjör og flórsykur er þeytt saman þar til blandan verður létt. Þá er stöppuðum banönum bætt út í. Gott er að kæla kremið dálítið áður en það er sett á milli botnanna.
í kremi ofaná
Smjöri, flórsykri og egg þeytt saman. Súkkulaðið er brætt og kælt aðeins áður en því er hellt saman við blönduna. Kreminu er smurt ofan á tertuna og á hliðarnar. Það er fallegt að skreyta tertuna með þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.
Innihald:
í köku
-
4 egg
-
200 g. sykur
-
1 dl hveiti
-
2 msk kakó
-
1 msk kartöflumjöl
-
1 tsk lyftiduft
í kremi
-
100 g. smjör (mjúkt)
-
70 g. flórsykur
-
4 bananar, stappaðir
í kremi ofaná
-
100 g. smjör (mjúkt)
-
100 g. flórsykur
-
120 g. suðusúkkulaði
-
1 egg
-
1 tsk. vanillusykur
skreyting
-
þeyttur rjómi
-
niðursoðnar perur