top of page

Uppskriftir

Áhöld:

Töng

Hnífur

Álpappír

Grill

Banani með súkkulaði

Innihald í uppskrift fyrir 1:

1 banani 4-5 stykki  súkkulaði

 

Hitið útigrillið

Skerið eftir endilangum banananum

Troðið súkkulaðinu þar sem skorið var í bananann

Pakkið banananum inn í álpappír svo að hvergi sjáist í þá

og leggið á grillið.Reynið að snúa honum þannig að súkkulaðið snúi upp.

Látið bananann liggja á grillinu í u.þ.b. 5 mínútur,en það  getur farið eftir hitanum á grillinu hve langan tíma þeir þurfa.Þeir eiga þó að vera mjúkir og súkkulaðið bráðið.

Takið bananann af grillinu með töng og setjið á disk.

Takið álpappírinn varlega af og passið að brenna ykkur

ekki. 

Þá er rétturinn tilbúinn.Tada

 



Banansplitt

Innihald:

  • Bananar

  • Þeyttur rjómi

  • ís

  • Súkkulaði “fudge” sósa

  • Skreyting. (hægt að skreyta með hverju sem þið viljið)

Innihald í sósu:

  • 2 msk sykur

  • 1 msk ljóst síróp

  • 1/2 dl dökkt kakó

  • 1/2 dl púðursykur

  • 2 dl rjómi

  • klípa af salti

  • 1,5 dl súkkulaðibitar

  • 15 g smjör

  • nokkrir vanilludropar



Setjið sykur, púðursykur, kakó og salt í lítinn pott. Hrærið saman. Pískið rjóma og síróp saman við. HItið upp að suðu og látið sjóða í um hálfa mínútu. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðibitum og smjöri saman við þar til að súkkulaðið og smjörið hefur bráðnað. Blandið loks vanilludropunum út í.

Það er líka hægt að nota fudge-sósuna sem má finna hér eða Marssósuna.

Skerið banana í tvennt langsum. Setjið á disk. Setjið nokkrar kúlur af ís ofan á, t.d. vanilluís, jarðarberjaís og súkkulaðiís. Setjið þeyttan rjóma ofan á. Hellið súkkulaðisósu yfir og skreytið með litríku kurli, muldum hnetum eða ristuðum möndlum, kokteilberjum eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Banana shake

Innihald:

  • 100 g frosin banani
  • 100 ml möndlumjólk
  • 100 ml kalt vatn
  • 1 msk hreint kakó
  • ca matskeið af stevia sætuefnum (eða eftir smekk)

Áhöld

Blandari



Öllu blandað saman.

Múffur

 Uppskrift – 24 stykki:

  • 4 vel þroskaðir bananar

  • 1 ½ bolli sykur

  • 2 egg

  • 1 krukka eplamauk (barnamauk)

  • 1 bolli heilhveiti

  • 1 bolli hveiti

  • 1 bolli bökunarkakó

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk matarsódi

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1 bolli ljósir súkkulaðidropar

  • 1 bolli dökkir súkkulaðidropar

  • Súkkulaðidropar til skrauts

  • Stappið bananana mjög vel.

  • Setjið öll þurrefnin saman í skál – leggið til hliðar.

  • Blandið saman bananamauki, sykri, eggjum og eplamauki.

  • Hrærið þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum.

  • Blandið að lokum súkkulaðidropunum útí með sleif.

  • Skiptið í 24 bollakökuform

  • Bakið við 170 gráður í 18 mínútur.



  • YouTube Black Square
  • YouTube Black Square
bottom of page